þriðjudagur, apríl 29, 2008

Hæ hó
eftir fjögurra ára stúdí þá er engin munur á Ísl og Dk.....not...

Ó nú væri gott að vera laus við verðtryggingardrauginn, lánin hækka og hækka og verðgildi húsnæðis lækkar. Gengið fellur og verðbólga æðir upp... hverjir græða á öllu saman...
bankarnir, þeir græða á verðbólgunni, (lesist verðtryggingunni). Þeir hafa allt sitt á hreinu, nema ef allt fer á hausinn þá sitja þeir upp með mikið af steypu og það óttast þeir.

Stýrivextir
Seðlabanki er með 15,75% stýrivexti til að fyrirtæki og einstaklingar séu nú ekki með neina óráðsíu. Hvað þýðir það, jú þau þar sem ekki er fullkomin samkeppni hér þá þýðir það einfaldlega að fyrirtæki velta hækkandi fjármagnskostnaði út í verðlagið, og hvað þýðir það, hærri verðbólgu, og hvað þýðir það, hærri stýrivextir, og hvað þýðir það hærri fjármagnskostnaður sem er velt í verðlagið, sem sagt eintóm hringavitleysa. Ég á erfitt með að skilja þessi rök, nema ef ætlunin sé einfaldlega að setja fyrirtæki á hausinn, þ.e. neytandi getur ekki borgað meira og fyrirtæki fara á hausinn? Þá er þetta ofur skiljanlegt hjá Seðlabankanum.

Verðtrygging
Nú er það þannig að flest er verðtryggt á einn eða annan hátt, m.a. lán, húsaleiga og laun (að hluta). Þetta hefur þýtt að fjármagnskostnaði er ýtt í verðlagi óháð því hvort fyrirtæki/einstaklingar eru að skapa meiri verðmæti eða hagnast af reglulegri starfsemi. Þetta setur mikla pressu á að ná aukinni framleiðni, því hækkun gjalda án raunverulegrar virðisaukningar (nema ef sala aukist sem gerist yfirleitt ekki þegar verð hækkar) hlýtur að enda með tapi.

Með verðtryggingu er líka verið að búa til verðbólgu, verðtrygging er besta hráefnið í verðbólguna sjálfa! Flest fyrirtæki skýra hækkanir gjaldskrá sinna með orðunum, hækkun á aföngum, hækkun launa og almennar hækkanir í samfélaginu. Ætli það sé ekki 2-3% stöðug verðbólga vegna verðtryggingar, því það er algjör útópía að halda að verð geti verið stöðugt í lengri tíma Íslandi (hefur aldrei gerst allavega). Svo er talað um 2,5% verðbólgumarkmið !!!..

Kannski er þetta skýring á því hvers vegna gjaldmiðilinn féll í vor, það er allavega ekki verið að semja um 5-15% hækkanir launa í Evrópu og það er ekki verið að bjóða 15% innlánsvexti í evrópskum bönkum, það er lítil innstæða fyrir 5 til 15% framleiðni aukningu hjá flestum fyrirtækjum á Íslandi, sem var meðal annars forsenda þess að geta hækkað laun (hin var skattalækkun ríkis úr 18% í 15%). Við getum vart verið samkeppnsifær við útlönd með framleiðsluvöru okkar vegna hárra launa og annar aðfanga, en þetta hefur þó batnaði fyrir innlenda framleiðslu til útflutnings eftir að gengið féll

Annars þarf ekkert að tala um þessa verðtryggingu, þetta er sérislenskt fyrirbrigði sem enginn útlendingur skilur.

Matarverð
Verðtryggingarákvæði lána eru það versta sem til er á. Fræðilega séð getur öflugur innflytjandi getur t.d. hækkað grunn allra húsnæðislána með einföldum hætti. T.d. getur aðili sem flytur inn megin hluta jarðaberja ákveðið að hækka verðið (álagninguna) það mikið að hún hefur áhrif á vísitöluna óháð því hvort nokkur einasti maður kaupi vöruna eður ei.

Nú er allur innflutningur að hækka en fjármálaráðherra ætlar að snú því við með með 4 milljóna framlagi sem á að slá á allar þessar verðhækkanir!! Hvernig í ósköpunum á það að vera hægt spyr ég og ef þetta virkar því er þessu meðul bara ekki alltaf notuð? Ingibjörg S segir að það sé fjarri því eðlilegt að fyrirtæki velti hækkun gengis út í verðlagið, ég held að hún sé ekki "rigtig klog" þegar hún segir þetta, hvað eiga menn að gera þegar gengið fer úr 90 (2 jan) í 120 kr/€. Fyrir utan þetta fer heimsmarkaðsverð hækkandi á matvörum sem hækkar innflutningsverð og allskonar innflutningsbönn og skattar og höft eru enn við lýði hjá ríkisstjórn sem ég hélt að gæti ekki verið meira liberal. Enn er verið að vernda smábændur og innlenda smáframleiðendur á kostnað neytenda, en það verður víst bara ekki sleppt og haldið ef menn ætla sér lækka matarverð og verðbólgu. Verðtryggingin kristallast síðan í tollalögum það sem tollar og gjöld hækka um nákvæmlega sama hlutfall og innkaupsverðið og því hefur ríkið grætt vænar fúlgur í gegnum vörgjöld, tolla og vsk. að undanförnu.

Verðtrygging lána var búin til af mönnum (í 130% verðbólgu ástandi), og það best er að menn geta líka tekið ákvörðun um að láta hana hverfa einn daginn, sem sagt verk manna ekki lögmál. ;-) Ég held reyndar að eina leiðinn til þess er að ganga í ESB.


Gengið og krónan
Það hafa fáir trú á krónunni, Evran er málið, stjórnmálamenn vilja þó ekki missa völd sín og eru á móti, eins eru bankamenn á móti því þá fer verðtryggingin og menn verða að lána á libor vöxtum +2-2,5% álagi, og innlán verða í boði á c.a 2,4% vöxtum, en það er nú ekki merkilegt fyrir íslendinga sem eru vanir 10-15% vöxtum.

Eina svarið er að ganga í ESB og taka upp Evru þá loksins verður stöðugleiki hér og mun lægra matvöruverð og engin verðtrygging. Geta 500 milljónir manna haft rangt fyrir sér, eða erum við bara miklu gáfaðri hérna.


Hvað á ríkisstjórnin að gera til að lækka matarverð ef hún ætlar ekki í ESB
A) Minnka ríkisbáknið t.d. utanríkimál, landbúnaðarmál og eftirlitsstofnanir
B) fórna þó nokkrum smábændum
C) auka frelsi innflutnings/lækkun tolla/lækka skatta / leggja niður vörugjöld á öllu sem ekki er framleitt á Íslandi eða er ekki samkeppnisfært á Íslandi.
D) Átta sig á því að það þarf að endurskoða tekjustofna m.t.t. að minnka verðbólgu.
E) Setja reglur sem hvetja til neyslustýringar á umhverfisvænum vörum. Hækka tolla á stórum bílum og lúxus, lækka tolla á umhverfisvænum bílum

Þetta átti að vera test, en ég byrjað bara á þessu óvart og gat ekki hætt.