þriðjudagur, september 30, 2003

Hæ hæ
ekkert golf, Er búinn að vera gera tilboð í hús og sækja um svona 20 vinnur á Íslandi síðastliðna daga (sumt áhugavert annað alls ekki). Við fengum ekki tilboðið samþykkt, en nú erum við að skoða fleiri möguleika. Mosó, Garðabær, Hafnafj, Reykjavik, Kópavogur koma öll til greina en 5 svefnherbergi er must....
Annars er bara allt í´gúddí..

miðvikudagur, september 24, 2003

Erlent | AP | 24.9.2003 | 9:51

Páfi heilsar ekki pílagrímum vegna veikinda

Hásæti páfa í hátíðarsal Páfagarðs var autt í dag.

Jóhannes Páll páfi II heilsaði ekki pílagrímum í dag líkt og hann gerir á hverjum miðvikudegi, þar sem hann þjáist að vægum kvilla í þörmum en stuttu ávarpi frá honum var engu að síður sjónvarpað frá dvalarstað hans. „Mér þykir leitt að geta ekki verið með ykkur,“ sagði páfi veikri og óskýrri röddu. „Þið eruð öll í hjarta mínu og ég blessa ykkur.“

Sagði ég ekki... ég hef áhyggjur af kallinum...
Annars ekkert títt....þarf að fara að slá blettin og ætli ég geri það ekki í dag..

sunnudagur, september 21, 2003

Ég var að spá í kaþólikkum, djöfull geta þeir verið klikkaðir, ég hélt að gamlingjar ættu að eiga áhyggjulaust æfikvöld, en Nei ekki er það þannig hjá Páfanum. Hann er nú 83 ára og var ráðinn í starfið 1978, eða fyrir 15 árum, en þá var hann 69 ára, en þá hélt ég að menn ættu að vera komnir á starfslokasamning eða ættu ár eftir í pension. EN nei ekki hjá kaþólikkunum. Þessi blessaði maður á sko aldeilis að fá að finna fyrir því, hann á greinilega að vinna til dauðadags þrátt fyrir að vera með allskyns öldrunarsjúkdóma og haldin flestum þeim kvillum sem geta fylgt því að vera háaldraður. Hann þarf enn að ferðast c.a. um 100 daga á ári ( eins og framkvæmdarstjóri á besta aldri ) til að útbreiða boðorðið en getur það eiginlega ekki.

Um daginn var hann í Slóvakíu og einn af föstum sketsum er að flytja smá blessun á flugvellinum, hann gat staulað upp nokkrum orðum en síðan brast honum rámur og urðu aðstoðarmenn hans að klára atriðið vegn ofþreytu páfans. Mér finnst þetta vera níðingslega gert og mér finnst að blessaður kallinn eigi að fá að hætta með sæmilegri reisn og lifa áhyggjulausu æfikvöldi eins og aðrir aldraðir menn, en það vilja kaþólikkarnir ekki.

Annars þekki ég kallinn ekki neitt, en Arnar Bjarna fyrverandi skólafélagi chillaði einu sinnu með honum í messu á Íslandi og fannst hann bara fínn...

laugardagur, september 20, 2003

Á föstudag fór ég aftur í golf og spilaði mun betur en í gær þó að púttin hafi verið að stríða mér, kúðraði svona 6 parsénsum, en svona er nú það...

Rósa kom síðan færandi hendi með íslenskt lambalæri í dag og eldaði frúin það með glæsibrag, og annað eins læri hefum maður varla smakkað. Hélt aðeins áfram með flísarnar.

Ég hlustaði síðan á beina útsendingu frá síðustu umferðinni í landsbankadeildinni og var það svei mér spennandi. Auðvitað náði Fram að halda sér í deildinni og auðvitað féll Þróttur þrátt fyrir að hafa verið á toppnum um miðjan júlí....ótrúlegt hjá báðum liðum, og KR að tapa 7-0 það hlýtur að vera einskonar met. Annars var FH spútninklið ársins enda með Óla toppnáunga sem þjálfara... Og ef maður skoðar stigatöfluna þá hefði skagamönnum dugað að vinna KR til að vinna deildina, en það er auðvelt að segja eitthvað svona núna.... en ef maður trúir á "system approach" þá veit maður að 1+1=3 eða 1 eftir því hvernig synergíið er, eða þannig, þetta lærði ég í Álaborgarháskóla.... óskaplegt bull er þetta, en eiga ekki bloggsíður að vera þannig...

fimmtudagur, september 18, 2003

Jæja fór í golf í dag gekk ágætlega að dræva en spilaði illa með flest öðrum kylfum, en svoleiðis er golfið alltaf, ef eitt gengur vel þá gengur annað illa. Annars var fínt veður 25 stiga hiti sem er ekki algengt á þessum árstíma.

Mér var bent á frábært símaforrit sem heitir SKYPE. Ég downlódaði því í dag og prófaði að hringja í Arnar skólabróðir á Íslandi og það var frábært. Þ.e. kannski ekki það sem Arnar sagði heldur gæðin á samtalinu, þetta var bara eins og að tala í næsta hús. Ég mæli með að allir fái sér þetta forrit, það sparar símakostnaðinn, auk þess sem það er sáraeinfalt...

Klakamótið er um helgina í Odense og héðan fara um 25 manns á mótið, ég fer ekki með að þessu sinni en það verður auðvitað svaka gaman hjá þeim sem fara...

þriðjudagur, september 16, 2003

Jæja það er orðið nokkuð síðan ég bloggaði, en á föstudaginn skrifaði ég þó nokkrar línu sem því miður hurfu, en hvað um það nú skal úr því bæta.

Alla helgina var ég í hellulögnum og er verkið komið vel áleiðis c.a. 65,7% er búið og er þetta farið að líta vel út.

Annars var ég heima í gær með Jóhanni sem talaði eins og Bonnie Tyler í gær og fór því ekki í skólann, og við höfðum það rólegt. Og þó, lagði 20 metra sjónvarpskapall inn í herbergið hans Aðalsteins þannig að hann getur nú zappað yfir 38 sjónvarpsstöðvar ef honum leiðist…

Jæja best að fara í hellurnar....
Og eitt að auki mér tókst að finna út úr þessi með shout outs... Takk Silja....

Pólitík dagsins: Verðtrygging er bull, en verðbólga er þó óumflýjanleg.

Póltíska spurning dagsins: Hverjir græða á verðtryggingunni?

miðvikudagur, september 10, 2003

Kjúlli í súrsætri og hrísgrjón með, það mun bóndinn elda í kvöld... annars er lokadagur námskeiðsins á morgun og mun ég verða mjög feginn þegar það er búið.... þá er bara næsta verkefni að sækja um vinnu...

þriðjudagur, september 09, 2003

JÆJA nú erum við búnir að skila verkefninu og eigum að kynna það á fimmtudag. Vorum að búa til kynningar í dag og ég á að kynna minn hluta á ensku... ég var í vafa hvort ég ætti að nota mína hálfslöppu dönsku eða þá ensku sem ég kann...en einn úr hópnum vill endilega að ég tali ensku... það er svo "professionelt"
Annars er það furðulegt með þessi tungumál, því betri sem ég verð í dönsku því slappari verður enskan, kannski er maður með svo lítið tungumálahólf í heilanum að það er einungis pláss fyrir ákveðið magn, þannig af ef eitt tungumál verður betra þá verður hitt verra... annars fékk ég hrós í dag "Þú talar betri dönsku en Hinrik Prins"...

EN mikið verð ég feginn þegar þessari hópvinnu lýkur, ég er með einni manneskju sem er að gera mig klikkaða. Hún TALAR MJÖG MIKIÐ, kann ekkert á tölvur, hefur ekkert vit á rekstri, markaðfræði eða framleiðslu en er með öll mjúku málefnin á hreinu. Það veldur því að hún er alltaf að spyrja að hinu og þessu og leiðbeina okkur hinum hvort maður gæti ekki gert hlutina svona eða hinsegin... eins virðist hún varla treysta okkur varðandi okkar hluta verkefnisins... sem sagt algjört pain... en það er ótrúlegt hve hinir í hópnum taka þessu með stóískri ró þó að ég sé stundum að bilast (þoli ekki svona tímaeyðslu)......en ég segi ekki neitt þar sem ég vill ekki móðga hana auk þess er ómögulegt að rökræða við fólk þegar maður er hálfatlaður á tungmálið.


Jæja nú ætla ég að grilla hamborgara í kvöld og búa til kokteilsósu og alles...og kannski franskar líka...

sunnudagur, september 07, 2003

Jæja í gær laugardag var keypt Pianó handa Aðalsteini, þar sem hann er byrjaður í píanótímum... Þetta er svaka flott græja af Yamaha gerð og á að være udmærket fyrir byrjendur. Og nú eru allir farnir að glamra á þetta...
Í gær komu Þórhallur og Rósa og þeirra börn í heimsókn og borðuðum við saman og horðum á leikinn Ísl- Þýskaland. Það var mikið skúffelsi að ná einungis jafntefli, en vonandi gengur þetta betur í Hamborg, en þangað ætlum við að fara og horfa á leikinn í okt.

Fyrr um morgunin (frá kl 7:30) var ég að umleggja hellur og er ég nú nánast hálfnaður með það verkefni en þetta eru c.a. 60 fm verönd..

föstudagur, september 05, 2003

Fór í atvinnuviðtal í dag til Árósa. Sótti um starf á þriðjudag og ráðningastofan hringdu í mig á fimmtudag og vildu viðtal á föstudag. sem sagt 4 daga ferli,´svolítið ólíkt 3-4 mánaða ferli ( hver þekkir hvern, klíku og klækisaðferðum) sem eru mikið notuð á íslenskum ráðningarsskrifstofum...en þetta var nú reyndar bara fyrsta viðtal af hugsanlega þremur, auk þess sem ég tók "persónuleikapróf" í gær á netinu, sem kom ótrúlega vel út, þ.e. ráðgjafinn gat sagt og hitti ótrúlega mikið á minn persónuleika. En sem sagt þetta var góð upplifun og ótrúlega "proffesional" ég kom glaður og ánægður út úr þessu viðtali, sem er nokkuð önnur upplifun en ég hef fengið hjá íslensku "atvinnuráðgjöfum". Síðan var fótbolti í kvöld þar sem mitt lið var yfir 12-2 en tapaði á golden goal reglunnu.... hver fann upp það helv......
góða nótt

miðvikudagur, september 03, 2003

jæja þá eru bara 3 dagar eftir og þá eigum við að skila verkefnastjórnunarverkefninu.....vá langt orð... djöfull geta danir talað......það er hægt að ræða endalaust um atriði sem skipta nánast engumáli.... en þannig er víst bara þeirra mentalitet...það er hægt að leysa alla hluti með því að tala um þá... og það sem verst er það lukkast víst oft..

þriðjudagur, september 02, 2003

Jæja er veikur í dag.... var heima að finna út úr þessu blöggdæmi...nú er bara að byrja að bulla eitthvað...
ein saga. Áðan var búið að taka úr þvottavélinni (það þarf að ýta á takka til að hún opnist) og búið var að setja þvottinn í bala og fara með hann út að snúru..... HVER GERÐI ÞETTA EIGINLEGA... Ekki var það ég, ekki Þura, ekki Aðalsteinn og ekki Jóhann þannig að það var bara einn grunaður.... Óttar Páll..... en hann er 20 mán hörkutól......sem viðurkenndi ekki neitt, en við gátum sannað það á hann .... :)

mánudagur, september 01, 2003

Jæjæ
þá er besta að fara byrja. Nú fer maður virkilega að hafa tíma til að skrifa, en eins og er þá er ég á námskeiði í verkefnastjórnun sem klárast 12 sept.. sjá softadvice

Annars er það helst í fréttum hér í DK að danskir hermenn í Íraka eru fá nú sérstaka áfallahjálp eftir einhverja skotárásir. Sem sagt nú er það ekki harkan sex hjá hermönnunum heldur sáluhjálp og áfallameðferð ef þeir þurfa að nota byssur... J'a hermennskan hefur nú aldeilis breyst´.......