miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Jæja nú er ég hjá Fjólu...og er búinn ða fara í tvö viðtöl auk þess sem ég hef verið að hringja í nokkur fyrirtæki... það gekk ágætlega í þessum viðtölum, en maður veit aldrei neitt strax... maður verður bara að bíða... einnig búin að skoða tvö hús í Hafnafirði... og ætla skoða fleiri...

Búinn að belgja mig út í matarveisljum, fyrst hjá Steinu í afmæli, síðan læri hjá mömmu og Pabba... svo lúða hjá Guffu og Úlla... nú Svínahamborgarahryggur með öllu í gær og síðan Hakkabuff í dag hjá Fjólu... á morgun Sóma samlokuveisla hjá Pabba og á föstudaginn hver veit....
Annars eru allir bílara mun dkítugri hér en í Álaborg og það er búið að flauta nokkrum sinnum á mig í umferðinni, eitthvað sem hefur eiginlega ekki gerst í þau þrjú ár sem ég hef búið í DK....íslendingar eru mun stressaðri í umferðinni og taka öllum svíningum sem persónulegri árás á friðhelgi einkalífsins...og vegirnir eru jú þeirra einkavegir...

Óttar Páll er duglegur, við erum búnir að fara tvisvar í sund og í daga var hann hjá ömmu sinni og sá mynda af mömmusinni og þá tók hann hana og sagði "mamma mamma" og var voða glaður.