miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Jæja nú er ég hjá Fjólu...og er búinn ða fara í tvö viðtöl auk þess sem ég hef verið að hringja í nokkur fyrirtæki... það gekk ágætlega í þessum viðtölum, en maður veit aldrei neitt strax... maður verður bara að bíða... einnig búin að skoða tvö hús í Hafnafirði... og ætla skoða fleiri...

Búinn að belgja mig út í matarveisljum, fyrst hjá Steinu í afmæli, síðan læri hjá mömmu og Pabba... svo lúða hjá Guffu og Úlla... nú Svínahamborgarahryggur með öllu í gær og síðan Hakkabuff í dag hjá Fjólu... á morgun Sóma samlokuveisla hjá Pabba og á föstudaginn hver veit....
Annars eru allir bílara mun dkítugri hér en í Álaborg og það er búið að flauta nokkrum sinnum á mig í umferðinni, eitthvað sem hefur eiginlega ekki gerst í þau þrjú ár sem ég hef búið í DK....íslendingar eru mun stressaðri í umferðinni og taka öllum svíningum sem persónulegri árás á friðhelgi einkalífsins...og vegirnir eru jú þeirra einkavegir...

Óttar Páll er duglegur, við erum búnir að fara tvisvar í sund og í daga var hann hjá ömmu sinni og sá mynda af mömmusinni og þá tók hann hana og sagði "mamma mamma" og var voða glaður.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Nýr dagur ný von.....jæja eg nenni aldrei að blogga... en skítt með það...ég er væntanlegur til Íslands á laugardag með yngsta sonin með.... tilgangurinn að koma í atvinnuviðtal, vonandi gerist eitthvað í mínum atvinnumálum enda orðið leiðinlegt að vera svona lengi atvinnulaus. En það verður fínt að komast í action á Íslandi og mig er farið að langa all mikið að komast í einhverja action...alltof rólegt lífið hérna í Álaborg...( er að verða búinn með alla tölvuleikina).......... síðan ætla ég að skoða nokkrar fasteignir og skella mér kannski í verðtryggt skuldafangelsi að eilífu amen...

nú svo verður maður að fara í sund og kaupa sér kringlur og egilsappelsín já og fara kannski í bíó.....nei sennilega hef ég ekki tíma í það frekar en síðustu árin...